Hver er stefnan

"Að um leið og umræðan fari að snúast um hugmyndafræði og stefnumál muni flokkurinn rétta hlut sinn"

Já hver hefur hindrað ykkur í því að ræða hugmyndafræðina og stefnuna á mannamáli?
Hvar er stefna ykkar?  Hver er stefna ykkar? Hvernig ætlið þið nákvæmlega að halda á eða stjórna ríkisfjármálum ef þið komist að? Hvernig ætlið þið að borga skuldirnar og rétta af fjárlagahallann?
Heldur þú virkilega að það séu einhverjir þegnar þessa lands sem vilja hærri skatta?

Upp á síðkastið hafið þið aðeins talað um hvað hinir ætla að gera. Það getum við lesið um sjálf og þurfum ekki að láta túlka það fyrir okkur.  Ég er búinn að fara í gegnum og hlusta á nær allar upptökur af landsfundinum og er ekki mikið nær, satt best að segja.

Á að treysta fólki sem ver nær öllum sínum tíma á alþingi í minna mikilvæg atriði eins og stjórnlagaþing en neitar að ræða um vanda heimilanna og fyrirtækjanna?  Nema, já ég veit það. Fórna meira fyrir minna.
Voru það ekki sjálfstæðismenn sem voru í stjórn þegar tekjuskattur var hækkaður seinast?
Var það ekki sjálfstæðismaður sem hækkaði útvarpsgjöld um 20-25% á fölskum forsendum á seinustu metrunum í fjárlagaumræðunni?  Falskar forsendur eru að segja að það þurfi að hækka skattinn vegna þess að það þurfi að taka RÚV af auglýsingamarkaði, gera það svo ekki en hækka skattinn! Ég sé satt best að segja ekki hver er hvítþvegið bleyjubarn! 


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árangur alvöru rannsóknarblaðamennsku

Það má nokkuð ljóst vera að þessi ákvörðun sænsku stjórnarinnar byggist á umfjöllun í þáttunum Granskning í sænska sjónvarpinu. Samanber þætti nr. 8 og 10   sjá nánar:
http://svtplay.se/v/1467582/uppdrag_granskning/del_8_av_22
http://svtplay.se/v/1486002/uppdrag_granskning/del_10_av_22   byrjar við tímann 45:20

 Þetta eru sömu þættir sem hafa verið að fjalla um Bleika gullið! Eldislaxinn.


mbl.is Engir bónusar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundruð íslenskra fyrirtækja sektuð

Þetta er nú alveg dæmigerð íslensk (eða rússnesk) skriffinska.
Allir þessir ársreikningar eru nú þegar hjá skattstjórum landsins, ekki satt.
Einfalt mál að ná í þá þangað í stað þess að vera að biðja um þá sérstaklega til ríkisskattsjóra.
En þette er ein birtingarmyndin á því þegar verið er að búa til vinnu fyrir skriffinnana.
Í  þeim tilvikum sem fyrirtæki hafa möguleika á að skila inn samandregnum ársreikningum er þá hægt að tilkynna að ef þau nýta sér ekki þann rétt verði ársreikningurinn sem skilt er að senda með öllum framtölum þ.e. þessi sem til er hjá skattstjórum, birtur. Einfalt mál en býr að vísu ekki til vinnu fyrir skriffinna. Merkilegt að fjármálaráðherra skuli samþykkja og skrifa undir svona tilskipanir! 


mbl.is Hundruð íslenskra fyrirtækja sektuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Sævar Jónsson

Höfundur

Jón Sævar Jónsson
Jón Sævar Jónsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband