17.9.2009 | 13:05
Spilltur ríkisskattstjóri?
Hverra hagsmuna er ríkisskattstjóri að gæta?
Eru það einhverjir sem vilja ekki láta þessar upplýsingar komast fyrir augu almennings eða
eru það einhverjir aðrir sem færa honum björg í bú fyrir þessar upplýsingar og sjá fram á að
missa þær tekjur?
Hefði ekki mátt ætlast til þess að ríkisskattsjóri sem stæði undir nafni rannsakaði málið fyrst og
kæmi svo opinberlega fram með ásakanir um þjófnað að lokinni rannsókn?
Eru það svona vinnubrögð sem ríkisskattstjóri notar almennt?
Skjóta fyrst og spyrja svvo!
Grunaður um upplýsingastuld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 21:51
En háskóli er ekki sparisjóður
Auðvita þarf að skera niður fjárveitingar til Háskólans til að halda sparisjóðakerfinu gagngandi. Þetta ættu nú stúdentar að skilja.
Það stendur til að afhenta BYR 10,6 milljarða svo bankinn geti rétt úr kútnun eftir stofnfjáreigendur rændu bankann um hábjartan dag þegar teknar voru út óhóflegar arðgreiðslur. Fjármálaráðherra verður að bjarga þessu fólki og það strax. Og sjá til þess að sama stjórn og sömu stjórnendu sitji áfram við stjórnvölin í bankanum. Annað væri ótækt. Og á meðan verða bara námsmenn "var so god" að bíða og sjá hvort þessir peningar skila sér nokkurn tímann í ríkissjóð aftur og þá má kannski hugsa sér að eyða þeim í námsmenn. Hver veit.
Stúdentaráð HÍ fordæmir fyrirhugaðan niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 21:41
Það er mikilvægara að bjarga BYR
Það er spurnig hvort hægt sé að rétta heimilunum hjálpahönd þegar ríkisstjórnin er í óða önn að bjarga fjármagnseigendum. Tökum senm dæmi BYR sparisjóð. Íslenska ríkið þ.e. almenningur er að því kominn að afhenta BYR 10,6 milljarða svo bankinn geti rétt við eigin fjárhag og þeir peningar verða að koma frá almenningi, ekki satt.
Þetta er bara skitin milljón á þau 10 þúsund heimili sem verst eru stödd hvort sem er og geta vel bætt þessu á sig. Ekkimálið. En vesaling stofnfjáreigendurnir sem rændu bankann um hábjartan dag þegar teknar voru út óhóflegar arðgreiðslur, það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir beri þessar birðar. Fjármálaráðherra verður að bjarga þessum stofnfjáreigendum á undan heimilunum og það strax. Og sjá til þess að sama stjórn og sömu stjórnendu sitji áfram við völdin hjá BYR. Annað væri ótækt. Og svo var fyrrverandi forsætisráðherra búinn að lofa þessu og ekki getur núverandi fjármálaráðherra svikið það.
Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 10:41
Styrkur til stofnfjáreigenda
Auðvita vilja erlendir lánadrottnar frekar frá greitt strax frekar en að bíða og fá ekki neitt.
En fyrst þarf íslenska ríkið þ.e. almenningur að afhenta BYR 10,6 milljarða svo bankinn geti greitt þessum erlendu kröfuhöfum, ekki satt.
Þetta er bara skitin milljón á þau 10 þúsund heimili sem verst eru stödd hvort sem er og geta vel bætt þessu á sig. En vesaling stofnfjáreigendurnir sem rændu bankann um hábjartan dag þegar teknar voru út óhóflegar arðgreiðslur, það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir beri þessar birðar. Fjármálaráðherra verður að bjarga þessu fólki og að strax. Og sjá til þess að sama stjórn og sömu stjórnendu sitji þarna áfram. Annað væri ótækt. Og svo var fyrrverandi forsætisráðherra búinn að lofa þessu og ekki getur núverandi fjármálaráðherra svikið það.
Íslenska ríkið gæti eignast helming í Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 23:03
Katrín talar tungum tveim
Áttu almannahagsmunir ekki líka við þegar ákveðið var að greina ekki frá samningnum um tónlistarhúið? En þá ákváðu Katrín og Hanna Birna að sveipa það hjúp bankaleyndar af því að bankanir fóru fram á það. Þær gátu hreinlega sagt NEI við ætlum að upplýsa almenig. Það er ekki eins og að bankarnir hafa haft marga möguleika í stöðunni, er það?
Leyndin víki fyrir almannahag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2009 | 10:03
Tæmið reikningana - Áhlaup
Öryggi starfsmanna ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 14:12
Hver hefur trú á Bjarna?
Hver trúir á og eða tryestir Bjarna?
Hvernig ætlar Bjarni að leysa klúðrið sem forveri á stóli hans kom þjóðinni í?
Ekki hafa sést neinar tillögur um það! Bara nöldur. Samþingmaður Bjarna. Tryggvi Þór, benti á að hækkun eldsneytisgjalda hækkaði vísitölu og um leið skuldir heimilanna, ekki satt?
Það sama gerði Bjarni sem stjórnarformaður N1 þegar þeir stórhækkuðu álagningu á eldsneyti undir hans stjórn. Nei svona menn eiga að skammast sín.
Aumingjaleg afstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2009 | 07:50
Að njóta vafans
Það er svolítið merkilegt að menn skuli almennt taka þá afstöðu hér að "það hefur ekki verið sýnt fram á að þessi geislun valdi óþægindum". En hefur verið sýnt fram á að hún geri það ekki? Nei, ekki heldur! Fólkið fær ekki að njóta vafans! Hér þurfa "sakborningar" að sanna sakleysi sitt en ekki öfugt. Það er mæld geislun og það á að nægja, til þess að þessi loftnet séu ekki sett upp á hús, þó hún sé sögð undir viðmiðunarmörkum! Hver ákvað þau og hvernig?
Hætti vegna farsímasendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 14:53
Allt komið fram sem ykkur kemur við kjósendur góðir
skoðunar að almenningur, les kjósendur, séu svo vitlausir að það sé
hægt að mata þá á hverju sem er. Auðvita vissu allir í forystu
flokksins um þessar styrkveitingar enda ekkert ólöglegt við þær.
Kannski bara pínulítið óheppilegt svona nokkrum mínútum fyrir lokun. Og
að hlaupa svo og skýla sér á bak við veikan mann er nú ekki
stórmannlegt, eða hvað? Hvað kemur ykkur smáatriðin við.
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2009 | 09:28
En varaformaðurinn?
Vissi varaformaðurinn ekki neitt um fjármál flokksins?
Það er alveg merkilegt með stjórnmálamenn sem virðast alltaf þeirrar skoðunar að almenningur, les kjósendur, séu svo vitlausir að það sé hægt að mata þá á hverju sem er. Auðvita vissu allir í forystu flokksins um þessar styrkveitingar enda ekkert ólöglegt við þær. Kannski bara pínulítið óheppilegt svona nokkrum mínútum fyrir lokun. Og að hlaupa svo og skýla sér á bak við veikan mann er nú ekki stórmannlegt, eða hvað?
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Sævar Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar