Að njóta vafans

Það er svolítið merkilegt að menn skuli almennt taka þá afstöðu hér að "það hefur ekki verið sýnt fram á að þessi geislun valdi óþægindum". En hefur verið sýnt fram á að hún geri það ekki? Nei, ekki heldur! Fólkið fær ekki að njóta vafans! Hér þurfa "sakborningar" að sanna sakleysi sitt en ekki öfugt. Það er mæld geislun og það á að nægja, til þess að þessi loftnet séu ekki sett upp á hús, þó hún sé sögð undir viðmiðunarmörkum! Hver ákvað þau og hvernig?


mbl.is Hætti vegna farsímasendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nexa

Mér leikur forvitni á að vita hvort þú eigir örbylgjuofn ... ef svo er ert þú með marfalt hærri geislun í eldhúsinu þínu en mælist frá þessum sendum!

Nexa, 11.6.2009 kl. 08:09

2 identicon

Það er svolítið merkilegt að menn skuli almennt taka þá afstöðu hér að "það hefur ekki verið sýnt fram á að neysla fisks sé varasöm". En hefur verið sýnt fram á að hún sé það ekki? Nei, ekki heldur! Fólkið fær ekki að njóta vafans! Það væri sjálfsagt hægt að rekja fjölda sagna um ill áhrif fiskneyslu, samt er fiskur seldur í almennum verslunum án aðvörunarmerkja.

Við getum ekki annað en farið eftir þeim bestu upplýsingum sem við höfum. Þetta hefur t.d. verið rannsakað í ára tugi, og ennþá er ekkert sem bendir til einhverrar hættu. Það er ekki spurning um að "njóta vafans" því vafinn er einungis hjá þeim sem hafa ekki þekkingu á málinu. Það á örugglega eftir að koma í ljós í framtíðinni að ýmislegt í umhverfi okkar, mat, drykk og háttum er heilsuspillandi. Á að banna allt þar til það sannast endanlega 100% heilsusamlegt? Það gæti orðið löng bið.

sigkja (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:44

3 identicon

Eða þá hvort þú eigir farsíma, en hann er með hundraðfalt meiri geislun við eyrun á þér, en í 10 metra fjarlægð frá sendi.

Fyrir utan þá staðreynd að þeir sem eru undir sendi (sem er stefnuvirkur) verða fyrir minni geislun en fólk í næsta nágrenni.

Af þeim hundraða rannsókna sem gerðar hafa verið, er ekki ein sem hefur sýnt fram á hættu.

Hinsvegar eru alltaf einn og einn besservisser sem veit betur en allir aðrir (þ.m.t. vísindamenn). Og lokarökin hjá besservissernum eru alltaf þau, að þó ekki hafi verið sýnt fram á eitthvað, þá sé sko ekki búið að afsanna málið.

Auðvitað er ekki hægt að vinna rökræður við fólk sem hefur engin rök fyrir máli sínu.

Og ábendingin um örbylgjuofnin er ágæt. Meðal örbylgjuofn vinnur með 800 W á meðan að farsímasendir notar 8-12 W. 

Hilmar Hilmarsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:48

4 identicon

Það væri fróðlegt að sjá vísun í einhverja af þessum hundraða rannsókna sem gerðar hafa verið. Hilmar þú kannski skellir inn nokkrum linkum þannig að allir geta fræðst um áhættur geislunar.

Pétur (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Þetta er spurning um smá eðlisfræði.

Örbylgjuofn sendir geislun á sama tíðnissviði og sendir frá sér yfir hundrað sinnum meiri orku. Geislunin er á mjög hárri tíðni og nær því ekki í gegn um okkur, eða inn í heila eða neitt þess háttar.

Já, nefnilega, örbylgjuofnar hita matinn ekki innan frá eins og margir halda, heldur hita ysta millemetran, slökkva síðan á sér og leyfa hitanum að leiðast inn í matinn og síðan kveikir örbylgjusendirinn aftur á sér.

Aftur.

Örbygjur fara ekki í gegnum þig, þær fara ekki inn í þig og gera þessvegna ekkert skaðlegt. Nema að hita ysta millemetran af húðinni á þér. Ef sent er út með nægjanlega hárri orku.

Hérna eru síðan rannsóknir:

http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=533879&tool=pmcentrez

Hérna er ein sem rannsakar sérstaklega fólk sem segist vera næmt fyrir þessum sendingum:

http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=2072835&tool=pmcentrez 

og önnnur:

http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=1440612&tool=pmcentrez

útkoman úr þessari síðustu var að nei, þetta ofur næma fólk skynjaði ekki geislun, en ef þeim var SAGT að það væri geislun þá fengu þau hrikaleg einkenni (þótt væri engin geislun).

hmmmmmm

En annars, skemmtið ykkur að lesa ;) 

Ari Kolbeinsson, 11.6.2009 kl. 10:59

6 identicon

Það hefði átt að slökkva á sendinum í nokkrar vikur (án þess að láta nokkurn mann vita) til að sjá hvort kennaranum liði enn svona illa. Þá væri gátan leyst.

Magnús G. K. Magnússon (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Sævar Jónsson

Höfundur

Jón Sævar Jónsson
Jón Sævar Jónsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband