16.1.2012 | 18:30
Ótrúlega afstaða til neytenda.
Þetta saltmál sýnir alveg ótrúlega afstöðu Ölgerðarinnar til neytenda. Jú við vitum að hráefnið er ekki til matvælaframleiðslu, teljum það ekki skaðlegt og því er haldið áfram að afgreiða það til framleiðenda, með samþykki MAST! Menn með sjálsvirðingu hefðu tekið hefðu tekiðhráefnið úr umferð. Hvað er í Maltinu og Appelsíninu sem ekki "hefur fundist" ennþá?
Segir engan eðlismun á saltinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Jón Sævar Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrst þetta er allt sama tóbakið, í hverju skyldi nú þessi 20 til 50% verðmunur felast (sem skilar sér víst ekki til framleiðenda)?
Stórundarleg alltsaman og vægast sagt undarlegar afsakanir í gangi.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 19:01
„Þegar við fórum að rýna í þetta sáum við að vorum með annað vörulýsingarblað frá framleiðandanum, fyrir um þremur árum, sem sagði að þetta væri HACCP-vottað,“ segir Andri Þór og þetta sé því ekki alveg eins klaufalegt og talið var í byrjun. „Vegna þess að við höfðum þá ástæðu til að telja að þessar lýsingar hefðu ekkert verið að breytast.“
Með öðrum orðum: Þegar við fórum að rýna í þetta þá fundum við miklu betri afsökun fyrir klaufaskapnum en við áður höfðum. Í rauninni þá hefðum við fulla ástæðu til að ætla að iðnaðarsaltið sem við vorum að selja og er merkt þannig með stórum stöfum væri það sama og matarsalt sem er líka í (öðruvísi) vel merktum pokum í öðru brettastæði á sama lager. Við héldum semsagt að jafnvel þó vörunúmer og merkingar á pokunum væru ólíkar, þá væri þetta í raun sama vara. Þegar við ákváðum að panta þetta frá útlöndum og borga fyrir það milljónir, þá höfðum við heldur ekki hugmynd um hvað við værum að panta og vissum því ekki hvort þetta yrði selt sem matarsalt eða til iðnaðarnota og höfðum því ekki hugmynd um hvernig við myndum verðleggja þetta og hvort við myndum tapa eða græða á viðskiptunum.
Þetta eru gríðarlegir snillingar, sem er alveg óhætt að treysta fyrir bæði meðferð fjármuna og heilsufari landsmanna. Ekki satt?
Guðmundur Ásgeirsson, 17.1.2012 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.