Færsluflokkur: Bílar og akstur

Offors Isavia

Það er að mínu mati hreint og yfirdrifið offors hjá Isavia að ráðast í kyrrsetningu í þessu tilviki. Skulden er nú ekki meiri en svo. Kyrrsett er vél sem er kannski 100 falt verðmæti skuldarinnar. En svona haga einokunaraðilar sér. Held að það sé tími til komin að ríkisstjórnin endurskoði tilvist Isavia. Stofnun sem t.d. leifir sér að gera samanburð á bílastæðagjöldum í London og Kaupmannahöfn við Keflavík þegar skammtímastæðisgjöld voru fimmfölduð á einni nóttu. Takið líka eftir hvernig framkoma Ísavia er við fyrirtki sem þjónusta komu- og brottfararfarþega í Keflavík. 


mbl.is Ernir fær að framkvæma viðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert athugavert við hljóð í Ófærð

Það er ekkert athugavert en samt verið að kvarta. Svona svara bara miðill með skylduáskrift. 

Það er ekkert athugavert við RÚV en kanski er eitthvað athugavert við skylduáskrifendur. 


mbl.is Kvartað yfir óskýru hljóði í Ófærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn FME segi af sér


Mér finnst að stjórn fjármálaeftirlitsins ætti að segja af sér ekki seinna en núna.

Hef ekki orðið vitni að því að stjórn nokkurs fyrirtækis eða stofnunar hafi skaðað ímynd eða málstað fyrirtækis eða stofnunar eins og stjórn fjármálaeftirlitsins hefur gert á undanförnum dögum.

Hvernig getur stjórnin ímyndað sér að stofnunin hafi getað sinnt sínum verkefnum síðastliðna daga?
Heldur stjórnin að starfsfólkið séu kjánar?
Heldur stjórnin að starfsmenn haldi áfram vinnu af fullri einbeitingu við núverandi aðstæður?


Furðu verðlagseftirlit

Þetta er nú vægast sagt ónákvæmt "verðlagseftirlit"!
Mín fasteignagjöld í Mosfellsbæ hækkuðu um 20% á milli áranna 2011 og 2012!
Þetta er að vísu vegna hækkunar á fasteignamati þó álagningarprósentan sé óbreytt en 2011 lækkaði líka fasteignamatið og þá mætti bæjarfélagið því með því að hækka álagninguna! Ég held nú bara að ASÍ ætti að hætta þessu bulli þeir eru augljóslega ekki megnugir að hafa virkt verðlagseftirlit.
mbl.is Reykjavík eina sem hækkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega afstaða til neytenda.

Þetta saltmál sýnir alveg ótrúlega afstöðu Ölgerðarinnar til neytenda. Jú við vitum að hráefnið er ekki til matvælaframleiðslu, teljum það ekki skaðlegt og því er haldið áfram að afgreiða það til framleiðenda, með samþykki MAST! Menn með sjálsvirðingu hefðu tekið hefðu tekiðhráefnið úr umferð. Hvað er í Maltinu og Appelsíninu sem ekki "hefur fundist" ennþá?


mbl.is Segir engan eðlismun á saltinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skálafell og Mosfellsbær


Mosfellsbær hefði getað kostað opnun skíðasvæðisins í  Skálafelli í a.m.k. 10 ár fyrir söluandvirði byggigngarréttar á leigulóð bæjarfélagsins að Hulduhólum í Mosfellsbæ.  Í staðinn ákvað meirihluti Sjálfstæðismanna að leiguhafi fengi að selja byggingarrétt á lóðum bæjarfélagsins. Þetta var þeirra forgangsröðun, svona til að setja hlutina í samhengi.

mbl.is Vilja opna „besta skíðasvæðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SI óska eftir afskiptum FME

Sendi Lýsing frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni um að niðurstaða Hæstaréttar hefði ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu þar sem samningur Íslandsbanka væri í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningum Lýsingar.
Hvernig vissi Lýsing um samninga Íslandsbanka? Var það í gegnum Samtök fjármálafyrirtækja?

Eru samtökin til þess? Miðla upplýsingum og samræma aðgerðir fjármálafyrirtækjanna!


mbl.is SI óska eftir afskiptum FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli úr Framsókn

 

Gísli skildi þó ekki ætla að fara að sinna starfisínu sem talsmaður netenda?


mbl.is Gísli Tryggvason úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um hagræðingu eða aðra forgangsröðun?

Er Halldór dæmigerður sveitarstjórnarmaður sem ekki dettur í hug að hægt sé að hagræða eða

forgangsraða öðruvísi? Þurfi heimili landsins ekki einmitt að gera það og í enn ríkara mæli ef 

sjónarmið eins og fram kemur hjá formanni Sambnds íslenskra sveitarfélaga verða ofaná? 


mbl.is Tekjuaukning eða niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhúsið

Áttu landsmenn það ekki inni að sjónvarpað væri beint frá opnunartónleikum í Hörpunni í kvöld?
Ekki er búið að leggja svo lítið opinbert fjármagn í þessa byggingu og ómældar milljónir eiga eftir að renna úr vösum okkar skattborgara á komandi árum því það þarf enginn að segja mér að þetta tónlistarhús eigi nokkurn tíman eftir að standa undir rekstrarkostnaði. Sjáið bara Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið til dæmis. Enda á það kannski ekki að gera það en þá á líka að  segja skattborgurum það!


mbl.is Nýir tímar í menningarsögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Sævar Jónsson

Höfundur

Jón Sævar Jónsson
Jón Sævar Jónsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband